Saturday, November 02, 2002

Ron Jeremy, hann er bara alls staðar. Hann var meira að segja á árshátíðinni hjá HB. Þetta er farið að minna á sögurnar hans Þórarins Eldjárns.

Þetta er annars búin að vera hálfgerð skítavika. Mánudagurinn og þriðjudagurinn fóru fram í rúminu að mestu, var með einhverja helvítis flensu. Tók því rólega á miðvikudaginn, tiltekt uppi á skrifstofu, setti heilu verkin í þar til gerðar möppur og bara helvíti ánægður með það. Á fimmtudaginn gerði ég þau mistök að fara upp í Bifröst og vann ég þar baki brotnu uppi á þaki í hrikalegum skítakulda. Það var sem betur fer enginn vindur, ég gat kveikt mér í rettu án þess að skýla kveikjaranum með hendi. Þetta leiddi hins vegar allt til þess að mér hefur liðið undarlega síðan, hefur sennilega slegið niður. Það er ekki þess virði að jaska sér svona út. Þetta er ekki það vel borgað.

Þegar ég kvefast þá hósta ég alltaf upp drullu sem ég fékk í mig þegar ég var að vinna í járnblendiverksmiðjunni fyrir ca. 15 - 20 árum. Ég pæli oft í því hvernig þessir karlar sem hafa unnið þarna í áratugi líta út að innan. Þetta er helvítis ógeð

Nú vilja Vinstri-grænir breyta Sementsverksmiðjunni í "spilliefnaeyðingarstöð" Hvað er í gangi? Þetta hyski er að röfla út af þessari eyðimörk þarna uppi á hálendinu sem er nær ekkert nema svartur sandur, þar megi ekkert gera en staðreyndin er nú sú að þar sem maður finnur einhvern gróður þarna upp frá þá er það eingöngu í tengslum við Landsvirkjun. Það á náttúrulega bara að stilla þessu liði upp og skjóta það, eða svona næstum því!

Enn eitt fylleríið er í aðsiglingu í kvöld. Systrakvöld hjá frímúrurum. Það verður örugglega ágætt. Svo þarf Pétur að fara að keppa í Badminton í Keflavík kl. hálfátta í fyrramálið. Guðný var á undan að segja "pant ekki vakna" þannig að það lendir á mér. Maður verður því að vera spakur í kvöld.. .