Friday, October 25, 2002

Skondið þetta hype í kringum Ron Jeremy. Hann er öflugur talsmaður fyrir nauðsyn klámmynda, þ.e.a.s. að klámmyndir séu einfaldlega stemmningsmyndir. Vilji maður komast í rómantískan fílíng horfi maður á "Fýkur yfir hæðir", spennufílíng; "Lömbin þagna" o.s.frv. en vilji maður örva sig kynferðislega þá horfi maður á klámmyndir. Hvurslags pervertismi er þetta eiginlega, að þurfa að horfa á annað fólk ríða til þess að maður geti hugsað sér að taka aðeins í kellinguna sína. Ég held það væri nær annað hvort að sleppa þessu alveg eða þá að fá sér nýja kellingu. Ég hef á tilfinningunni að fólk sem hingað til hefur skammast sín fyrir að horfa á klámmyndir noti Ron sem átyllu og réttlætingu fyrir þessu hugðarefni, hann segir jú að það sé eðlilegt að horfa á klámmyndir. En hann er jú markaðsmaður og ekkert annað. Hvað skyldum við eiga í vændum. Erum við að sigla inn í einhverskonar klámmynda-byltingu.

Annar pervertismi sem tröllríður þjóðfélaginu er það sem kristallast í S1-þættinum "Innlit-útlit". Þátturinn sem slíkur er náttúrulega bara fallega innpökkuð auglýsing en síðan fá að fljóta með viðtöl við exhibiton-ista sem monta sig af öllu dótinu sem þeir hafa keypt á Visa-rað. Og við gluggagægjarnir horfum á fullir öfundar. Þegar ég kippti með mér Fréttablaðinu í morgun var ég neyddur til að taka með mér enn einn angann af þessu bulli, Heimilisblað Fréttablaðsins. En auðvitað er þetta snilldar markaðssetning og veikgeðja og greindarskertir neytendur láta blekkjast eina ferðina enn.

Wednesday, October 23, 2002

Ég var að spjalla við Loga í Málningarbúðinni áðan. Við vorum svona að taka púlsinn almennt á efnahagsástandinu, ja svona eins og menn gera. Svo fórum við að spjalla um kreditkort. Hann sagði mér að tengdamamma hans sem rak blómabúð hefði lengi vel neita að taka inn Visa í búðina. Lét samt ágætlega af sér. Eftir miklar fortölur samþykkti sú gamla að taka inn Visa. Það sem þeirri gömlu þótti athyglisverðast var að eftir breytinguna þá ruku allar dýrustu vörurnar út, allar teknar út á Visa. Mikið djöfull erum við Íslendingar klikkaðir. Við erum í raun og veru á veiðimannastiginu ennþá. Það er bara dagurinn í dag sem gildir. Við getum gert allt með kortinu, no worries mate, gjalddaginn er svo langt inn í framtíðinni að við bara tengjum ekki. Svo þegar að skuldadögum kemur þá verðum við alltaf jafn hissa.

Okkur er gjarnt að gera grín að Grænlendingum, "frændum okkar". Þar skilst manni að heilu skipsförmunum af fiski sé hent sé þeim landað þegar mannskapurinn er nýbúinn að fá útborgað. Grænlendingar séu svo miklir veiðimenn að þeir hugsi bara um þann daginn. Þetta er samt miklu heilbrigðara heldur en hjá okkur, þar hangir saman orsök og afleiðing, við hins vegar höfum glatað þessari tengingu eða kannski við höfum aldrei haft hana. Við erum í raun að éta bráðina áður en við höfum veitt hana. Þetta er sérkennileg hagfræði.

Tuesday, October 22, 2002

Ah, djöful svaf ég illa í nótt, var á frímúrarafundi í gærkvöldi, hann var langur, alltof langur. Hann var hins vegar afskaplega ánægjulegur því Þolli vinur minn var að ganga í regluna. En að vera að éta stórsteik klukkan að ganga 11 nær náttúrulega ekki nokkurri átt. Svo þjóraði ég kaffi eins og mér væri borgað fyrir það. En andinn nærist á þessum fundum og það bætir að sjálfsögðu allt hitt upp.

Annars skrapp ég í skottúr til Rvíkur í gær. Ég reyni alltaf að stoppa sem minnst í Rvíkinni, mér leiðist þessi hasar sem einkennir hana og allir sem ég þekki sem búa í Rvík eru orðnir samdauna. Það sem fór þó mest í pirrurnar á mér var að á leiðinni suður var á undan mér einhverskonar tankbíll sem ekki var einkenndur með öðru en tölustafnum 2. Hann var alveg að drulla á sig á leiðinni upp, ók á 20 km hraða þannig að maður fékk nógan tíma til að pæla hvort í honum væri toxic waste, mjólk eða eldflaugaeldsneyti. Ég ók alveg upp í rassgatinu á honum og skaut svo út sígarettunni sem ég var búinn með og beið spenntur eftir sprengingunni en ekkert gerðist. En hvað eru menn að pæla, hvaða samleið eiga eldsneytisflutningabílar og fjölskyldubílar í svona lokuðu rými. Hvað þarf að gerast til að menn sjái ljósið og takmarki umferð þessara tækja við t.d. ákveðið tímabil á nóttunni. Ég trúi því ekki að menn geti ekki séð með nokkrum fyrirvara hvenær þarf að senda svona bíla þessa leið. Ég vona bara að þetta endi ekki með stórslysi. Þau rök að líkurnar fyrir slíku séu ca. 1 slys á 100 ára fresti halda einfaldlega ekki. Ekki þegar einfalt er að leysa þetta mál með pennastriki.

Monday, October 21, 2002

Mér gengur ekki nógu vel að koma hugsunum mínum á netið. Þær hverfa alltaf. Allavega, Bjarki kom til mín áðan og við vorum að flissa yfir hinum og þessum bloggum. Vorum t.a.m. að skoða "Útvarp felgulykil" Húmorinn þar minnir óneitanlega á "Offa og Jóa" húmorinn hjá Kobba og Lalla stóra í denn. Alla vega var Batti í góðu stuði. Hann kom til mín á föstudaginn var og var eitthvað að vasast í rafmagnsmálum. Tengdi fyrir mig vél en þegar til átti að taka í morgun þá snérist mótorinn í vélinni öfugt þannig að það eina sem gerðist var að vélin gaf frá sér ámátlegt væl en gerði lítið gagn. En Batti var nú snöggur að kippa þessu í lag. Þegar hann var búinn að því þá var vélin við hliðina farin að snúast í öfuga átt en sú fyrrnefnda var orðin góð. En Batti var nú snöggur að kippa þessu í lag. Ég hef nú ekki þurft að nota fleiri vélar síðan hann fór þannig að þetta verður að koma í ljós.

Sunday, October 20, 2002

Jæja þá í þetta sinn. Þetta var bara helvíti fínt í gær. Fyrst var farið í partí þar sem var allt fljótandi í brennivíni nema að það var ekkert brennivín. Síðan var farið með rútu í Breiðina sem var bara alveg glerfín. Það er búið að skvera staðinn helvíti vel upp. Svo hafði skemmtinefndin skreytt staðinn með blöðrum og borðum og fíneríi. Maturinn var ógeðslega góður og skemmtiatriðin voru góð. Við fórum heim kl. 2. Hefðum verið lengur ef Höddi Jóns hefði ekki tekið okkur með. Það var svo ógeðslega kalt að við nenntum ekki að labba og nýttum farið. Ég er bara alveg laus við þynnku. Fór út í Nettó áðan og keypti alls konar góðgæti. Þegar maður er kominn á ákveðið stig í þynnkunni þá verður maður ógeðslega svangur. En sem sagt þessi helgi er bara búin að vera nokkuð góð.