Saturday, October 19, 2002

Hæ.
Ég er í einhverju basli með að komast af stað að blogga. Ég var búinn að skrifa eitthvað voða fínt og flott áðan en það virðist bara hafa týnst. En sem sagt, ég og Guðný erum að fara á árshátíð hjá Sjúkrahúsi og heilsugæslu Akraness. Þetta á að vera "gala" kvöld, sem sagt alveg glerfínt sem er soldið skondið í ljósi þess að árshátíðin er haldin á Breiðinni sem áður hét Hótel Akranes. Þegar staðurinn hét það þá var nákvæmlega ekkert "gala" við hann heldur var þetta subbulegur sveitaballastaður. Maður verður samt að reyna að mæta með opnum huga og reyna að hafa gaman að þessu. Nánari fréttir af þessu á morgun.